Páskafríið langa sem var stutt......

Þá er þetta páskafríi senn á enda eins og kannski flestir hafa uppgötvað. Það hefur margt gerst í fríinu þótt kannski ég muni nú ekki eftir ölluUndecided en svona fer aldurinn með mann, ætla allavega rifja upp nokkur atriði úr fríinu. Ég kláraði loksins meiraprófið er því kominn með vörubíl og eftirvagninn en rútan verður að bíða til betri tíma eða allavega fram yfir 21 árs aldurinn. Sé reyndar mikið eftir því að hafa ekki klárað þetta fyrr því að mér bauðst að keyra vörubíl með vagni sama daginn og ég tók prófið þannig að það var ekki alveg að ganga upp, því miður. Svo var maður í bústörfunum að vinna upp það sem hefur setið á hakanum í vetur.

Svo voru partý nánast öll kvöld og komu menn ansi misjafnir útúr þeim, best að fara nú ekkert nánar út í þau mál, en það er skemmtilegt að segja frá því að eitt kvöldið urðu menn orðnir leiðir á drykkjuspilum og þeim datt það snjallræði í hug að fara á trompólín og ætli klukkan hafi ekki verið milli þrjú og fjögur að nóttu til og þar af leiðandi ekki margir vakandi á þeim tíma dags, en þeir létu það ekkert á sig fá heldur djöfluðust á trompólíninu í einhvern hálftíma í skítakulda, en það urðu eftirköst af þessu trompólínuævintýri hjá þeim strákum, um morguninn hringdi í mig maður og öskraði hvað helvítinu við hefðum verið að gera á trompólínu um hánótt og ég afsakaði mér frá þessu máli og kvaðst hafa verið inni á meðan þessu stóð og tók hann því gott og gilt en segist fara út á nærbrókunum einu fata og vera í vígahug ef þetta gerist aftur, því mæli ég með því að menn fari ekki á trompólín eftir miðnætti nema þeir vilji enda í einhverri náttúrulífsmynd með rauðri górillu í fúlu skapi en það viljum við ekkiErrm

Svo toppurinn á páskahelginni var náttúrulega Stuðbandaballið þar sem þeir trylltu liðið þangað til að þeir stóðu ekki lappirnar....en því miður var ég nú ekki hluti af þessu liði heldur var ég í minnahluta hópi þarna eða sem sagt edrú og var dyravörður. Þetta fór alltsaman siðsamlega fram og voru engin teljandi leiðindi nema hvað að klósetthurðin ákvað að bregða sér útí fríska loftið og vil benda á þeir sem urðu þess varir að þegar klósett hurðin fór á flakk eru beðnir um að láta lögregluna í Stykkishólmi vita í síma 112.

Næst á dagskrá er Akureyri city eða borg norðursins, verður þar skellt sér á söngvakeppi framhaldsskóla og er FSN líklegt til að vinna þótt maður sé ekki búinn að heyra það sem verður flutt fyrir okkar hönd en hey maður verður að vera bjartsýnnGrin

Þangað til næst........bless á meðan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha ég var ekkert misjafnar í partýunum sko fullur. En já við vorum í minnihlutahóp á ballinu á Skildi þar sem ÞÚ varst edrú ekki ég. hehe

Baldur (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 08:47

2 identicon

humm... hver er að skamma mig fyrir að blogga ekki? Koma svo frændi einn lítill pistill er ekkert mál eftir allann þennan tíma og það sem þú ert búinn að vera að gera! Akureyri, Róm o.fl. ;)

Berglind (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:45

3 identicon

Jæja Guðmundur, hvernig væri nú að fara að blogga?

Maria J. (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 12:31

4 identicon

 Hvenær kemur næst blogg? Er ekkert að gerast hjá þér? Kommon, það hlýtur nú eitthvað merkilegt að hafa gerst á síðustu tæpum þremur mánuðum....fyrir utan að uppáhalds frænkan þín kom í heimsókn

Berglind (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 18:42

5 identicon

Já, koma svo Gummi! Blogga.! Ég krefst allavega bloggs eftir írsku dagana :D Koma SVVVOOOOOOOOOO000000000000ooooooooooooooooooooo!!!

Mæja Beeerg (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 20:44

6 identicon

Sammála síðasta ræðumanni (reyndar ræðukonu)....koma svo Gummi. Með þessu áframhaldi skrifar þú næst um jólafríið. ;)

Berglind (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Magnússon

Höfundur

Guðmundur Karl Magnússon
Guðmundur Karl Magnússon
Höfundur bloggsins er árgerð 1988. Nánari lýsing er á höfundarsíðu:
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Toyota
  • Toyota
  • ...ymsar_065
  • ...ymsar_064
  • ...ymsar_063

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband