Helgar rölfið

Maður verður að fara aðeins að taka sig á í blogginu, náttúrulega engin frammistaða í þessu.FootinMouth

TónleikarEn hvað um það, helgin byrjaði nokkuð vel hjá manni. Fyrir kannski utan það þegar ég sótti ákveðnar manneskjurGetLost Föstudagskvöldið byrjaði á því að maður skellti sér á Rómartónleika (til styrktar rómarhópsins) og var mikið af hæfileikaríku fólki sem spilaði og söng þarna. Var það mat manna og kvenna að þetta hafi allt heppnast vel hjá okkur og vil ég þakka þeim sem hlýddu á tónleikanna og eins sem þeim fluttu tónverk og annað gaman. 

Að loknum tónleikum var náttúrulega skellt sér í partý og þar var mikið sungið og hlegið svo að það heyrðist víða um bæinn, var maður kominn í rúmið góða um hálf fjögur leytið um nóttina, en nóttin var rétt að byrja því að það hringdi í mig maður og bað um að láta sækja sig í Grundarfjörð og sem þessi ljúflingsdrengur fór og ætlaði að sækja hann en svo bara svaraði maðurinn ekki aftur þannig ég fór í fýluferð og var ég kominn um sexleytið heim aftur.

ýmsar 047Um áttaleytið á laugardagsmorgni þá var farið á fætur og sinnt bústörfum því að gömlu voru ekki heima. Að því loknu var síðan skellt sér í Grafarnesið að sækja stelpu hnjátur til að leggja af stað í "Road trip" í "Borg óttans". Voru ekki allar á því að leggja af stað í "blíðviðrinu" en þær sannfærðust að þetta væri nú ekki alvont veður og var haldið af stað til Reykjavíkur með tilheyrandi pissustoppi í Borgarnesi. Fyrsta sem var gert þegar bæinn var komið var að fara í The Kolaport þar sem var keypt ýmisleg föt og glingur í 80´s style, ég keypti mér nú ekki neitt ef satt skal segja en ég hafði gaman að því að skoða mannlífið í kolaportinu enda mjög fjölbreytt mannlíf þar, allt frá fínum frúm niðrí dópista og aumingja.

 Og svo náttúrulega var farið að næra sig á "subway"  þar sem allir voru að deyja úr þreytu þangað til að það kom þessi skemmtilega setning frá henni Joao "það væri svo gott að skíta.......mórall kæmi" og sprungu allir úr hlátri nema JoaoTounge. Að þessu loknu var haldið í bílalúgu þar sem Kamí fór á kostum, segi ekki meiraLoL.

Síðan var í bíó, að sjálfsögðu, á myndina "wild hogs" sem var nokkuð góð, veit reyndar ekki hvort ég hló meira myndinni eða af ferðafélögunumLoL

fólk í bíl Eftir myndina var farið á rúntinn þar sem við vorum að vinka fólki og tala við það á ljósunum og brást fólk mjög misjafnvel við þessu undarlegu sveitafólki. Sem er kannski ekki skrítið því að erum hver öðru furðulegri. Tókum Laugarvegsrúnt og vorum með afskaplega skemmtilega músik á og ég er ekki frá því að fólk var byrjað að þekkja okkur.......Smile

Og svo fljótlega eftir þetta þá ákváðum við að leggja af stað heim því allir voru orðnir lúnir og sybbin.......

 

 Svo komum loks heim, skutluðum Grundaragellum fyrst og rakleiðis heim og tókum nokkra rúnta og var nokkuð mikið líf í bænum enda var "The Stuðband" að spila á fiskunum. Svo var bara farið heim að lúlla......

Ég held að þetta sé allt......

 Þangað til næst......ble

P.s. Þakka samferða félögunum fyrir skemmtilega helgiSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahaha það væri gott að skíta........mórall kæmi! :'D

een allavega... jám takk fyrir helgina :D þetta var skemmtileg ferð... þurfum að gera þetta aftur einhverntíman :D

tewcag forever hahah:D

Hafdís Lilja (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:47

2 identicon

Hahahahha ó já maría þetta var snilld hjá þér!! ég gæti hlegið endalaust af þessu.. held líka að fólkið í kringum okkur var farið að missa matarlystina af öllum þessum látum í okkur.  Svo má ekki gleyma perrakallinum hennar mæju:O sá var heitur ;).. en hehe takk fyrir helgina :D og ef við gerum þetta aftur NEITA ég að sita við glugga ef ské kynni að í bílalúgu væri stoppað :P

Kamilla (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:40

3 identicon

Heyhó! Ekki kenna mér um að heyrnin ykkar sé eitthvað að bilast! Ég sagði þetta rétt, þið fóruð bara að hugsa um eitthvað allt annað!

Maria Joao (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 10:22

4 identicon

Hehehe, vá. Lá í krampa við að lesa þetta blogg.  ÚÚFF.. hvað þessi dagur var mikil snilld. Verðum að endurtaka leikinn /(
váaá hvað við vorum kúl á laugarveginum :P

María Berg (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 00:00

5 identicon

Fann þig frændi! Hélt að þú ætlaðir ekki að fara á þessa braut....en allavegna gott að frænka getur fylgst með fréttum af þér;) Til hamingju með síðuna og gleðilega páska. kveðja bestasta frænkan þín

Ps. er að horfa á myndina þína núna skrambi góð mynd:)

Berglind (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Magnússon

Höfundur

Guðmundur Karl Magnússon
Guðmundur Karl Magnússon
Höfundur bloggsins er árgerð 1988. Nánari lýsing er á höfundarsíðu:
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Toyota
  • Toyota
  • ...ymsar_065
  • ...ymsar_064
  • ...ymsar_063

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 827

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband