Sumarlokun er afstaðið

Jæja manni er byrjað að berast morðhótanir og þaðanna verra ef maður fer ekki að blogga fljótlega, hef verið undir vitnavernd í allt  sumar en lögreglann treystir sig ekki lengur að fela mig svo ég neyðist víst að fara blogga aftur. 

 Hættur þessu masi núna, næsti pistill verður "The Sumar 2007"  bíðið spennt  í þessari viku því pistillinn verður frumsýndur fljótlega.

 

Kveðja Gvendur "Lati" 


Páskafríið langa sem var stutt......

Þá er þetta páskafríi senn á enda eins og kannski flestir hafa uppgötvað. Það hefur margt gerst í fríinu þótt kannski ég muni nú ekki eftir ölluUndecided en svona fer aldurinn með mann, ætla allavega rifja upp nokkur atriði úr fríinu. Ég kláraði loksins meiraprófið er því kominn með vörubíl og eftirvagninn en rútan verður að bíða til betri tíma eða allavega fram yfir 21 árs aldurinn. Sé reyndar mikið eftir því að hafa ekki klárað þetta fyrr því að mér bauðst að keyra vörubíl með vagni sama daginn og ég tók prófið þannig að það var ekki alveg að ganga upp, því miður. Svo var maður í bústörfunum að vinna upp það sem hefur setið á hakanum í vetur.

Svo voru partý nánast öll kvöld og komu menn ansi misjafnir útúr þeim, best að fara nú ekkert nánar út í þau mál, en það er skemmtilegt að segja frá því að eitt kvöldið urðu menn orðnir leiðir á drykkjuspilum og þeim datt það snjallræði í hug að fara á trompólín og ætli klukkan hafi ekki verið milli þrjú og fjögur að nóttu til og þar af leiðandi ekki margir vakandi á þeim tíma dags, en þeir létu það ekkert á sig fá heldur djöfluðust á trompólíninu í einhvern hálftíma í skítakulda, en það urðu eftirköst af þessu trompólínuævintýri hjá þeim strákum, um morguninn hringdi í mig maður og öskraði hvað helvítinu við hefðum verið að gera á trompólínu um hánótt og ég afsakaði mér frá þessu máli og kvaðst hafa verið inni á meðan þessu stóð og tók hann því gott og gilt en segist fara út á nærbrókunum einu fata og vera í vígahug ef þetta gerist aftur, því mæli ég með því að menn fari ekki á trompólín eftir miðnætti nema þeir vilji enda í einhverri náttúrulífsmynd með rauðri górillu í fúlu skapi en það viljum við ekkiErrm

Svo toppurinn á páskahelginni var náttúrulega Stuðbandaballið þar sem þeir trylltu liðið þangað til að þeir stóðu ekki lappirnar....en því miður var ég nú ekki hluti af þessu liði heldur var ég í minnahluta hópi þarna eða sem sagt edrú og var dyravörður. Þetta fór alltsaman siðsamlega fram og voru engin teljandi leiðindi nema hvað að klósetthurðin ákvað að bregða sér útí fríska loftið og vil benda á þeir sem urðu þess varir að þegar klósett hurðin fór á flakk eru beðnir um að láta lögregluna í Stykkishólmi vita í síma 112.

Næst á dagskrá er Akureyri city eða borg norðursins, verður þar skellt sér á söngvakeppi framhaldsskóla og er FSN líklegt til að vinna þótt maður sé ekki búinn að heyra það sem verður flutt fyrir okkar hönd en hey maður verður að vera bjartsýnnGrin

Þangað til næst........bless á meðan 


Helgar rölfið

Maður verður að fara aðeins að taka sig á í blogginu, náttúrulega engin frammistaða í þessu.FootinMouth

TónleikarEn hvað um það, helgin byrjaði nokkuð vel hjá manni. Fyrir kannski utan það þegar ég sótti ákveðnar manneskjurGetLost Föstudagskvöldið byrjaði á því að maður skellti sér á Rómartónleika (til styrktar rómarhópsins) og var mikið af hæfileikaríku fólki sem spilaði og söng þarna. Var það mat manna og kvenna að þetta hafi allt heppnast vel hjá okkur og vil ég þakka þeim sem hlýddu á tónleikanna og eins sem þeim fluttu tónverk og annað gaman. 

Að loknum tónleikum var náttúrulega skellt sér í partý og þar var mikið sungið og hlegið svo að það heyrðist víða um bæinn, var maður kominn í rúmið góða um hálf fjögur leytið um nóttina, en nóttin var rétt að byrja því að það hringdi í mig maður og bað um að láta sækja sig í Grundarfjörð og sem þessi ljúflingsdrengur fór og ætlaði að sækja hann en svo bara svaraði maðurinn ekki aftur þannig ég fór í fýluferð og var ég kominn um sexleytið heim aftur.

ýmsar 047Um áttaleytið á laugardagsmorgni þá var farið á fætur og sinnt bústörfum því að gömlu voru ekki heima. Að því loknu var síðan skellt sér í Grafarnesið að sækja stelpu hnjátur til að leggja af stað í "Road trip" í "Borg óttans". Voru ekki allar á því að leggja af stað í "blíðviðrinu" en þær sannfærðust að þetta væri nú ekki alvont veður og var haldið af stað til Reykjavíkur með tilheyrandi pissustoppi í Borgarnesi. Fyrsta sem var gert þegar bæinn var komið var að fara í The Kolaport þar sem var keypt ýmisleg föt og glingur í 80´s style, ég keypti mér nú ekki neitt ef satt skal segja en ég hafði gaman að því að skoða mannlífið í kolaportinu enda mjög fjölbreytt mannlíf þar, allt frá fínum frúm niðrí dópista og aumingja.

 Og svo náttúrulega var farið að næra sig á "subway"  þar sem allir voru að deyja úr þreytu þangað til að það kom þessi skemmtilega setning frá henni Joao "það væri svo gott að skíta.......mórall kæmi" og sprungu allir úr hlátri nema JoaoTounge. Að þessu loknu var haldið í bílalúgu þar sem Kamí fór á kostum, segi ekki meiraLoL.

Síðan var í bíó, að sjálfsögðu, á myndina "wild hogs" sem var nokkuð góð, veit reyndar ekki hvort ég hló meira myndinni eða af ferðafélögunumLoL

fólk í bíl Eftir myndina var farið á rúntinn þar sem við vorum að vinka fólki og tala við það á ljósunum og brást fólk mjög misjafnvel við þessu undarlegu sveitafólki. Sem er kannski ekki skrítið því að erum hver öðru furðulegri. Tókum Laugarvegsrúnt og vorum með afskaplega skemmtilega músik á og ég er ekki frá því að fólk var byrjað að þekkja okkur.......Smile

Og svo fljótlega eftir þetta þá ákváðum við að leggja af stað heim því allir voru orðnir lúnir og sybbin.......

 

 Svo komum loks heim, skutluðum Grundaragellum fyrst og rakleiðis heim og tókum nokkra rúnta og var nokkuð mikið líf í bænum enda var "The Stuðband" að spila á fiskunum. Svo var bara farið heim að lúlla......

Ég held að þetta sé allt......

 Þangað til næst......ble

P.s. Þakka samferða félögunum fyrir skemmtilega helgiSmile


Múlavirkjun af eða á?

Þar sem ég bý nú nálægt Múlavirkjun þá hef ég fylgst með henni og skoðað þetta í krók og kima. Vandamálið er það í fyrsta lagi

*Ég sé ekki allt þetta rask sem allir eru að tala um útaf að yfirborðið á vötnunum sé að hækka

*Síðan skil ég ekki þegar er verið að tala um að straumöndin sé að deyja út á íslandi úf þessari virkjun þetta er kannski ýkt hjá mér að segja þetta en Náttúrustofa vesturlands talar um þetta eins þetta sé einhver tortíming á straumöndina en ég spyr haldið þið virkilega að straumöndin hugsi "djöfull komin virkjun best að leggjast á bakið og drepast"

* Og loks þvílík endæmis vitleysa bullið um að húsið sé of hátt og áberandi er tóm fjarstæða ljómandi fallegt hús þarna á ferðinni.

Fólk ætti að hugsa þegar er verið að bulla svona vitleysu uppí kok á því.

Einnig væri gaman að heyra upprifjum í fréttum að þegar Vatnaleið (það sem Múlavirkjum stendur hjá)  var lögð þá ákváðu einhver sérvitringar að sökkva mýrum hjá Kolviðarnesi til að endurheimta mýrlendi, já gott fólk þar er nú stöðuvat, hversu heimskulegt geta menn orðið?

Takk fyrir mig verið þið sælWink


mbl.is Sótt um nýtt virkjunarleyfi vegna Múlavirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta færslan fædd!!!

Jæja þá er maður lentur í þessari gryfju bloggara, bjóst ekki við þessu en svona er þettaSmile

Mun eða ætla allavega að vera duglegur að setja inn mynd og síðan kemur vonandi einstök blogg ef liggur vel á manni en nú er komið nóg að sinni, verið þið sælWink


Um bloggið

Guðmundur Karl Magnússon

Höfundur

Guðmundur Karl Magnússon
Guðmundur Karl Magnússon
Höfundur bloggsins er árgerð 1988. Nánari lýsing er á höfundarsíðu:
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Toyota
  • Toyota
  • ...ymsar_065
  • ...ymsar_064
  • ...ymsar_063

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband